Skip to Content

Karlakór

Klukkna hljóð

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

 

Greini ég frá grafreit svörtum

grátinn söng.

Lag sitt þrumar lostnum hjörtum

Líkaböng.

 

Grúfir yfir kirkjukrossum

kvöldsins húm.

Tregi fyllir tárafoss

um tíma' og rúm.

 

Kertaljósum kulið grandar,

kveljast menn.

Heljargusti hrolli andar

hringt er enn.

 

 

Hvar í riti: 
88 KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Jóhannes úr Kötlum

Jón Ögmundsson

Ár samið: 
1934
Texti / Ljóð: 

 

Ísland, eyjan hvíta, ei þér drottninn gleymdi að gefa leiðarljós.

Marga menn þér ósk hans geymdi.

Þitt er þeirra hrós.

Sjá til baka Íslands ungi mögur.

Eins og stjörnur tindra hetjusögur.

Mörg eru dæmin mikil, hrein og fögur,

Manna sem geymir jörð og saltur lögur.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Hulda

Rósamunda

Ár samið: 
1934
Texti / Ljóð: 

 

Gegnum rökkrið Rósamunda,

rennur gamla Inn.

Lyngið angrar ennþá

kringum Alpakofann Þinn.

Yfir fjöll og fagra skóga

flýgur hugur minn.

 

Yfir hvítum klakatindum

kviknar stjörnu bál.

Daggir glitra, dalablómin

drekka þína skál.

Þú ert heit af ást og yndi

Alpafjalla sál.

 

Rósamunda byggðu betur

bjálkakofann þinn.

Engin getur önnur ráðið,

Alpadrauminn minn.

Gegnum rökkrið Rósamunda

rennur gamla Inn.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Íslands lag

Lengd í mín: 
3'40
Ár samið: 
1914
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Diddú og karlakórinn Fóstbræður syngja í tóndæminu

Stjórnandi er Árni Harðarson


 

Heyrið vella' á heiðum hveri,

heyrið álftir syngja' í veri.

Íslands er það lag.

Heyrið fljót á flúðum duna,

foss í klettaskorum bruna.

Íslands er það lag.

 

Eða fugl í eyjum kvaka,

undir klöpp og skútar taka.

Íslands er það lag.

Heyrið brim á björgum svarra,

bylji þjóta, svipi snarra.

Íslands er það lag.

 

Og í sjálfs þíns brjósti bundnar,

blunda raddir náttúrunnar

Íslands eigið lag.

Innst í þínum eigin barnmi,

eins í gleði' og eins í harmi,

ymur Íslands lag.

 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Grímur Thomsen

Kóra-samstæða (úr Strengleikum)

Ár samið: 
1915
Texti / Ljóð: 

a) Fallin er frá

Fallin er frá

fegursta rósin í dalnum! -

Djúpt er þitt dá,

drjúpa nú hjá

brostinni brá

blaktandi ljósin í salnum.

Mjúkt er sem nálín þitt, mjallhrein mín þrá, -

mun ég þig framar að eilífu sjá,

fegursta rósin í dalnum?

Rjúfi nú strengleikar himinsins há

hvolfþökin blá:

fallin er frá

fegursta rósin í dalnum!

 

b) Lágt er það, smátt er það kumblið hið kalda

Lágt er það, smátt er það, kumblið hið kalda,

kumblið, sem geymir nú þín látnu bein;

aftansöng dalanna dísir þar halda

daprar við ofurlítinn bautastein.

Sofðu sætt og rótt,

sofðu, góða nótt!

Þangað til sofna´ ég þú sefur ein!

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Vögguljóð

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

 

Húmar í dölum,

hljóðnar blær.

Blámóðu kvöldið

á byggðir slær.

Nú er að koma

nóttin vær.

 

Blíðvært er lognið,

blærinn dó.

Kliðurinn þagnar;

kyrrð og ró

veitir þreyttum

værð og fró.

 

Fögur og draumblíð

friðarvöld

vængi breiða

á vöggutjöld.

Blunda þú, ljúfa

barn í kvöld.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Gunnar S. Hafdal

Þú bjarta haf

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Þú bjarta haf, sem faðmar fley og strendur,

þú fagri drauma blái sær.

Til þín í bæn sig hefja ótal hendur.

Þitt hjarta fast í köldum bárum slær.

 

Og hyljum lyftir barmur bylgju þungur,

sem bærist ótt og títt í djúpsins ró.

Hve lék sér margur, lifði sæll og ungur,

við léttar öldur þínar söng og hló.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson

Hvar ertu?

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

 

Hvar ertu svefnhimins engill?

Nú angar hver stjörnurós.

Og máninn sem blessun breiðir,

sitt blækyrra friðarljós.

 

Ei vindur né vogar bærast,

mér vaggar einveran góð,

og syngur, svo hrifin ég hlusta

sín heilögu þagnarljóð.

 

Hvar svífur þú svefnsins engill?

Þinn svip hjá aftni ég leit.

Þú leiðst  með laufgrænan pálma

um leiftrandi daggarreit.

 

Döggin var dagsins grátur,

og dagsins blæðandi sár.

En greinina hægt þú hrærðir

svo hurfu vitund og ár.

 

Af gæsku þú geymt mér hefur,

og gengið framhjá í nótt,

svo alein ég mætti una

við eldinn, sem brennur hljótt.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Hulda

Í rökkurró (karlakór - úr Strengleikum)

Ár samið: 
1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 

Í rökkurró hún sefur

með rós að hjarta stað.

Sjá haustið andað hefur 

í hljóði´ á liljublað.

 

Við bólið blómum þakið

er blækyrr helgiró.

Og lágstillt lóu kvakið

er liðið burt úr mó.

 

Í haustblæ lengi lengi

um lingmó titrar kvein.

Við sólhvörf silfri strengi

þar sorgin bærir ein.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þá nótt vofði samsærið

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
III. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
35
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur