Skip to Content

Á ég að dvelja?

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
4
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Á ég að dvelja hér aleinn og kyr?

ég andvarann spyr, sem þýtur við dyr,

og kveður grafljóð þín, góða mín,

við gluggann minn opna´og víða.

Á ég að bregða mér örskamma stund

í örstuttum blund á drottins míns fund

og lýsa´eftir þér og leita þín

í lundunum Edens hlíða? 

Ég óttast, að löng yrði leitin sú, -

mig líklega vantaði þolgæði´og trú,

og úr því hún varð ekki vakin nú

þá verður þess langt að bíða!

- Á „fjöldans veg“ ekki flækist þú,

fallega ljósið mitt blíða!

Nei, héðan skal hugurinn líða

til horfinna, sælli tíða! 

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson


Drupal vefsíða: Emstrur